1991 - 2000

1998 - Jólin koma

1998-jolinkoma

Áletrun: BARNAUPPELDISSJÓÐUR THORVALDSENSFÉLAGSINS


Listam: Sigrún Eldjárn


Fj. í örk: 12 Stærð myndar: 27x34 mm


Í eigu: Frummynd í eigu Thorvaldsensfélagsins


Vörulýsing:


Sigrún Eldjárn (1954-) myndlistarmaður varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1974. Hún nam við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1974-1977 og dvaldi við nám í Póllandi og víðar. Sigrún hefur haldið margar sýningar hérlendis og erlendis og hefur myndskreytt margar barnabækur. Auk þess hefur hún sjálf skrifað barnabækur og myndskreytt þær. Sigrún fékk barnabókaverðlaun Reykjavíkur 1987 og barnabókaráðs IBBY 1988. IBBY eru alþjóðleg samtök fjörutíu landa víðsvegar um heiminn sem vinna að framgangi góðra bóka fyrir börn og unglinga. Þau veita meðal annars H.C. Andersen verðlaunin annað hvert ár. Sigrún fékk verðlaun fyrir útilistaverk í Laugardal 1989.

 

Heimildaskrá:


Samtíðarmenn : upplýsingar um ævi og störf tvö þúsund Íslendinga. Ritstjóri Vilhelm G. Kristinsson. (1993). Reykjavík : Vaka – Helgafell, s. 588.

Thorvaldsensfélagið
Austurstræti 4
101 Reykjavík
Sími: 551-3509