2011 - 2020

,,Móðir jörð 2015"

2015 - móðir jörð

 

Áletrun: Ísland 2015 Barnauppeldissjóður Thorvaldsensfélagsins


Listam: María S. Kjarval


Vörulýsing:

 

María S. Kjarval er fædd og uppalin á Íslandi en búið í Danmörku síðan 1970. Hún nam við textíldeild Skolen for Brugskunst í Kaupmannahöfn,1972 - 1976, og Kolding Kunsthåndværkerskole þaðan sem hún útskrifaðist árið 1981. María var með vinnustofu í Kaupmannahöfn um árabil og vann að málara- og grafíklist ásamt því að gera myndskreytingar fyrir dagblöð eins og Politiken og vikublöð, einnig kennslubækur hjá Náttúrufræðisafni og Líffræðisafni Danmerkur. María var aðstoðamaður í málaradeild Listaakademíunnar í Danmörku og var gestakennari við Myndlista- og handíðaskóla Íslands þar sem hún kenndi teikningu, vefnað og frjálsar aðferðir í textíl. María á að baki langan listaferil og hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum í Danmörku, Íslandi, Úkraínu og Eistlandi. 

 

Merkið er 102 jólamerkið sem Thorvaldsensfélagið hefur gefið út.

 

Útgefandi: Thorvaldsensfélagið 2015.

 

Prentun: Offsetsmyndir ehf.

Thorvaldsensfélagið
Austurstræti 4
101 Reykjavík
Sími: 551-3509