Bókin Karíus og Baktus eftir Thorbjørn Egner kom fyrst út á Íslandi árið 1958. Útgáfuréttinn á íslensku útgáfunni fékk félagið frá Thorbjørn Egner og J.W. Cappelens Forlag í Osló. Þessi skemmtilega bók segir frá stráknum Jens og þeim félögum Karíusi og Baktusi sem búa í skemmdum tönnum hans. Bókin hefur frá upphafi notið mikilla vinsælda og fjölmargar leiksýningar settar upp byggðar á sögunni. Hægt er að kaupa bókina um Karíus og Baktus á Thorvaldsensbazar og bókabúðum um allt land.