Barnauppeldissjóður Thorvaldsensfélagsins var stofnaður 29. mars árið 1906 og var upprunalegt hlutverk hans að „koma á fót uppeldisstofnun fyrir fátæk börn“. Sjóðurinn hefur komið að mörgum verkefnum á langri starfsævi sem öll koma að því að bæta aðbúnað barna á Íslandi.
Barnauppeldissjóður hefur frá árinu 1913 gefið út jólamerki á hverju ári og hefur sala þeirra verið ein aðaltekjulind sjóðsins. Margir listamenn, teiknarar og grafískir hönnuðir hafa lagt sjóðnum lið og gefið verk sín á merkin, sumir hverjir oftar en einu sinni.
Stjórn Barnauppeldissjóðs 2019-2021:
Dröfn S. Farestveit, Vigdís Þórarinsdóttir, Júlíana Sigurveig Guðjónsdóttir, Dóra Garðarsdóttir og Guðrún Ragnars.
Formenn Barnauppeldissjóðs
Dröfn S. Farestveit 2018-
Sigríður Sigurbergsdóttir 2011-2017
Hrefna Magnúsdóttir 2005-2011
Lára Margrét Gísladóttir 1999- 2005
Dagný Gísladóttir 1993-1999
Sigríður Bergsdóttir 1975-1993
Guðný Albertsson 1971-1975
Steinunn Guðmundsdóttir 1967-1971
Halldóra Guðmundsdóttir 1964-1967
Bjarnþóra Benediktsdóttir 1963-1964
Guðný Einarsdóttir 1954-1963
Friðrikka Sveinsdóttir 1953-1954
Margrét Rasmus 1944-1953
Guðrún Helgadóttir 1942-1944
Sigríður Jensson 1908-1942